Tilefni

Sönghópurinn Vox tekur að sér söng við ýmis tilefni til dæmis :




Brúðkaup


Flestir vilja hafa tónlist í brúðkaupinu sínu, bæði í kirkjunni og eins hefur færst í vöxt að fólk hefur tónlist í veislunni. Við getum tekið að okkur hvoru tveggja eða annað hvort alveg eins og fólk vill hafa það. Við erum með rómantísk lög sem smellpassa í kirkjuna og svo fjörug skemmtileg lög sem lífga upp á veisluna. Að sjálfsögðu er svo hægt að koma með séróskir og við sinnum þeim af fremsta megni


Skírnir


Undanfarin ár hefur það aukist mikið að nýbakaðir foreldrar vilja hafa tónlist í skírnarathöfn barna sinna. Við erum allar vanar að syngja við slík tækifæri og höfum á okkar könnu mörg lög sem passa vel inn í slíkar athafnir.


Jarðafarir


Tónlist og þá aðallega söngur hefur löngum verið stór hluti í útförum hér á landi. Það getur kostað mikla peninga að hafa stóran kór í slíkri athöfn auk þess sem minni hópar henta ef til vill betur. Við höfum reynslu af að syngja við útfarir og getum sungið þau lög sem aðstandendur óska eftir.


Jólahlaðborð


Söngur er að margra mati ómissandi hluti jólaföstunnar og gerir hver jólahlaðborð mun veglegra og hátíðlegra. Við getum tekið að okkur skemmtiatriði á slíkum kvöldum og einnig ef óskað er eftir léttri dinnertónlist.


Afmæli


Mörgum finnst ómissandi að hafa tónlistaratriði í stórum afmælum enda lífga þau óneitanlega upp á veisluna. Við erum með fjölbreytt lagaval og örugglega eitthvað fyrir alla.




Þetta eru aðeins dæmi um þau verkefni sem við getum tekið að okkur og það er um að gera að setja sig í samband við okkur á vox@ragna.is til að fá nánari upplýsingar eða bara að spyrjast fyrir.



No comments:

Post a Comment