Um okkur

Sönghópinn skipa:

Katrín Valdís, búsett á Akranesi tónmenntakennari í Grundaskóla og Kórstjóri kórs eldri borgara. Hún hefur verið í ýmsum kórum frá unga aldri meðal annars Kór Menntaskólans við Hamrahlíð, Söngsveitinni Fílharmoníu, Kammerkór og kirkjukór Akraness og nú síðast í Kór Lindakirkju undir stjórn Óskars Einarssonar. Katrín hefur sungið mikið í brúðkaupum, jarðaförum, skírnum, jólahlaðborðum og við fleiri hátíðleg tilefni. Hún hefur verið að læra söng í Tónlistarskóla Akraness og tekið námskeið hjá Heru Björk.

Ragna Björg, búsett í Reykjavík. Hún er hjúkrunarfræðingur á Bráðadeild Landspítalans. Hún hefur lengi sungið við ýmis hátíðleg tilefni, s.s. í skírnum, brúðkaupum og þess háttar ásamt því að hafa verið virkur félagi í kórum í gegnum árin. Auk þess hefur hún verið starfandi hluti af trúbadordúett sem komið hefur fram víða t.d. á Celtic Cross í Reykjavík við góðan orðstýr. Í nokkur ár var hún í hljómsveit sem spilaði á sveitaböllum, giftingum og á ættarmótum. Hún hefur einnig tekið námskeið í söng hjá Heru Björk auk einsöngstíma.

Ylfa Flosadóttir, búsett á Akranesi. Hún vinnur hjá Epli. Hún hefur m.a. gert garðinn frægan með þjóðlagasveit Tónlistarskólans á Akranesi þar sem hún hefur sungið mörg sóló með sveitinni. Einnig hefu hún sungið mikið við ýmis tækifæri, jólahlaðborð í veislum sem og á böllum t.d. í hljómsveitinni Tíbrá. Hún hefur tekið námskeið í söng hjá Heru Björk.No comments:

Post a Comment